A vítamín (47%), sem er mikilvægt fyrir sjónina, eðlilega slímhúð, virkt ónæmiskerfi, vöxt, frumuskiptingu og frjósemi.
K vítamín (136%), sem er mikilvægt fyrir blóðstorknun.
C vítamín (25%), sem tekur þátt í myndun kollagens (collagen) sem er mikilvægt byggingarefni í brjóski, sinum, æðum, beinum, tönnum og húð.
Fólat (24%), sem er nauðsynlegt fyrir efnaskipti kjarnsýra. Konum, sem hyggja á barneignir, er ráðlagt að borða fólatríkan mat áður en meðganga hefst.
Kalk (16%), sem er mikilvægt fyrir bein- og tannheilsu.
Magnesíum (12%), sem gegnir mikilvægu hlutverki við beinamyndun, byggingu próteina, vöðvasamdrætti, myndun erfðaefnis og efnaskiptum líkamans.
Mangan (16%), sem er hjálparefni fyrir ensím og tekur þátt í myndun kólesteróls, próteina og efna sem finna má í liðvökva og slími.
Járn (8%), er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins og gegnir hlutverki við myndun taugaboðefna og við þroskun á heila.